Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


30.06.2014 09:37

Muniði hvað hann John Denver söng?


Ekki? Ókei, rifjum það upp: "There´s a storm across the valley / Clouds are rolling in........

Svo setjum við hlekk  svo allir geti áttað sig  NÁKVÆMLEGA HÉRÞetta er náttúrlega ódauðlegt lag og ég má til með að setja inn annan hlekk á sama lag með flytjanda sem mér skilst að sé á leið til Íslands og muni halda tónleika með Páli Rósinkrans. Báðir eru flottir.........SJÁ HÉR.

Við erum semsagt komin heim úr Færeyjaferðalaginu heilu og höldnu, og hér á heimaslóð er spáð stormi! Það er spurning hvort ekki hefði verið betra að halda sig áfram úti því þokan og rigningin sem okkur var sagt að væru landlæg fyrirbæri í Færeyjum kynntu sig aðeins lítillega fyrir okkur en héldu sig að öðru leyti alveg til hlés. Ferðin var í einu orði sagt stórkostleg og það gildir líka um "transit" ferðina austur á Seyðisfjörð og heim aftur. Við tókum um þúsund myndir í túrnum og það segir sig sjálft að ég næ ekki að tvinna þær allar inn í texta. Örfá stikkorð úr þessari "transit" ferð gætu t.d. verið: Kirkjubæjarklaustur, Höfn, Djúpivogur, Stöðvarfjörður, Neskaupstaður, Eskifjörður, Seyðisfjörður og svo aftur Seyðisfjörður, Egilsstaðir, Borgarfjörður eystri, Lagarfljótsvirkjun, Kirkjubær í Hróarstungu, Hellisheiði eystri, Vopnafjörður og áfram um Bakkafjörð, Þórshöfn, Sauðanes á Langanesi, Raufarhöfn, Melrakkaslétta, þvottabretti, Kópasker, Ásbyrgi, Húsavík, Heiðarbær í Aðaldal, Laxárvirkjun, Grenjaðarstaður, Fosshóll við Goðafoss, sundlaugin að Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði, Laufás í Eyjafirði, Óli og Abú á Akureyri og svo suðurleiðin eins og allir þekkja hana. 

.......og þó Econoline sjúkrabíllinn sé svo sem enginn "truck" og akbrautin hafi sannarlega ekki verið "four lane" þá hvein svo sem í hjólbörðum á leiðinni því þeir sem fóru fram úr á flatlendinu sigu aftur úr í brekkunum - hann býr enn yfir töktunum, sá gamli þótt sjúkrabílshlutverkinu sé lokið.

Það segir líka í textanum: "You felt the baby move just yesterday". Tilvísunin er augljós en tengingin ekki. Því skal útskýrt: Elín Huld ættleiddi ungviði austur í Vopnafirði og þetta ungviði lá í lítilli körfu við mælaborðið lengst af suðurleiðinni en svaf á koddanum hennar Elínar þess á milli. Ég skal kvitta undir það að þetta "baby" var svo sannarlega "moving" milli dúranna:






 Það beið mín svo enginn heima því Edilon B. Breiðfjörð o.s.frv. fór til sinna fyrri foreldra þann 15. júní og verður þar eitthvað áfram. Ég kom að tómu húsi, enginn "supper on the stove" og lýkur þar með líkingum við lagið hans John Denver......

Heima bíður manns svo veðurspá sem segir "Storm across the valley" og "Clouds are rolling in..." Mín bíður líka að koma þessum þúsund myndum inn á tölvu og laga þær til. 



Þrátt fyrir slæma veðurspá er samt ákaflega gott að koma heim!

Verði stuð........





.....................................................

Flettingar í dag: 960
Gestir í dag: 120
Flettingar í gær: 632
Gestir í gær: 274
Samtals flettingar: 69881
Samtals gestir: 17632
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 21:28:26


Tenglar