Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


Færslur: 2013 Janúar

14.01.2013 19:01

Jú, þetta er allt að koma....

Þeir þarna virðast hafa lagað það sem hrjáði kerfið svo myndirnar birtust aftur og það sem aflaga fór virðist komið í lag. Hér í Höfðaborg ríkir hálfgerð kyrrstaða - það er búið að taka niður jólin, eins og hjá flestum en vetrarverkin eru ekki hafin aftur að neinu marki. Ástæðan? Jú, kannski er ég einfaldlega of latur til að byrja. Það eru nokkur "smáverkefni" sem þarf að ryðja til hliðar áður en hægt verður að taka til hendinni að nýju við vörubílinn, sem á að flytja Stakkanesið milli landshluta. 

Það eru komnar nokkrar nýjar myndir á símann sem ég þarf að flytja yfir og birta. Myndefnið er úr ýmsum áttum eins og gengur, flest þó bátatengt. 

Það er ekki ætlunin að skrifa langloku að þessu sinni, heldur aðeins að sannprófa hvort kerfið virki ekki örugglega. Sé allt eins og það á að vera er von á nokkrum myndum á næstunni. Ég skal nefnilega upplýsa eitt: Ólíkt flestum hér syðra bíð ég eftir nógu andskoti slæmu veðri svo ég geti með góðri samvisku setið inni í hlýjunni og skannað inn á tölvuna eitthvað af þeim hundruðum -ef ekki þúsundum- ljósmynda sem við EH tókum á ferðum okkar um landið eftir suðurflutningana ´99 og fram til þess tíma sem við eignuðumst fyrstu digitalvélina og hættum, illu heilli að láta framkalla myndirnar okkar. Efnið er allt aðgengilegt í albúmum, vel uppsett og merkt. Að gefnu tilefni vil ég nefna að það er ekki allt mér að þakka.....

Myndina hér fyrir neðan tók ég fyrir nokkrum árum. Henni er einfaldlega ætlað að sýna að með mátulegri bjartsýni er ekkert ómögulegt.

Stay tuned, eins og þeir segja í útlandinu og gæti sem best þýtt: "Verið stillt"


04.01.2013 19:26

Ég veit ekki....

......kannski er enginn tilgangur í að setja færslur hingað inn þegar bæði einstakar myndir og heilu albúmin týnast og hverfa. Það vantar hausmyndina og nokkrar þeirra sem settar voru inn fyrir jólin, eins og sjá má hér neðar. Ég hef ekkert gert sem gæti orsakað þessi hvörf, ekkert verið að breyta neinu eða gert neitt öðruvísi en vanalega. 

Ég bara skil þetta ekki!

Blogcentralkerfið var orðið ónýtt vegna áhugaleysis stjórnendanna sem sinntu lítið sífelldum bilunum og vandræðum sem upp komu. Vísisbloggið var eilíft vandamál vegna myndavistunar (auk þess að vera í sömu höndum og -blog.central-). Ég hélt því að ég hefði leyst öll vandamál með því að kaupa mér aðgang að kerfi sem flestir mér kunnugir notðu með ágætum árangri, að  því er virtist. Að vísu varð ég var við hnökra hér líka en það virtist þó vera áhugi fyrir að halda síðunni í lagi og notendum ánægðum.

Hvers vegna þetta á ekki við mitt blogg líka veit ég ekki. Ég veit það eitt að það er mikil vinna að setja inn myndskreytta pistla  og ég hef hreinlega ekki tíma til að setja sömu pistlana og sömu myndirnar inn mörgum sinnum. Ég bendi á pistil frá maí í vor með titlinum "Í fylgd með fullorðnum" sem dæmi um ónýta vinnu, þar sem allar myndir pistilsins eru horfnar, þrátt fyrir að vera enn til á tölvunni minni.

Gleðilegt ár.


  • 1
Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 111
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 642782
Samtals gestir: 91884
Tölur uppfærðar: 23.1.2019 04:07:41


Tenglar