Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


25.12.2012 09:56

Gleðileg jól enn einu sinni!

Þetta verður ekki löng færsla - aðeins svona rétt til að óska öllum gleðilegra jóla. Farsæla komandi árið kemur svo eftir nokkra daga.

Hamfaraveður spárnar sem dengt var yfir okkur hér syðra nú undir jól hafa ekki gengið eftir. Á tímabili var ég að hugsa um að sækja Stakkanesið, setja það niður hér fyrir utan og jólskreyta uppúr og niðurúr. Þorláksmessuspáin hljóðaði uppá tuttuguogeinn meter og slydduhraglanda, aðrir nálægir dagar voru svipaðir og á jóladag átti að vera fárviðri eða því sem næst. Ég ákvað því að láta Stakkanesið kjurt - enda var það eins og við manninn mælt, að önnur eins veðurblíða fyrir og um jól hefur vart þekkst hér á svæðinu. Í gærdag, aðfangadag skrapp ég á Suðurnesin, kíkti á vinafólk í Sandgerði og Keflavík og hafði með mér óhollustu í kassavís. Veðrið þarna suðurfrá hefði vel mátt kallast "heillandi", en því miður var ég myndavélarlaus. Reyndi þó að fanga sólina á símann gegnum bílrúðuna, árangurinn er hér: 







Þannig leit það út og segir kannski ekki mikið annað en að það var sólskin! Það sem ekki sést er að það var líka logn, eða því sem næst. Að vísu tók ég eftir að úti á Stakksfirðinum var farið að hvítna í báru um það leyti sem ég hélt heim til að skipta um föt og kveikja á jólunum, en þess vinds gætti ekki á Brautinni svo kalla mætti.


Það er jólalegt hjá okkur Áróru hér í Höfðaborginni. Ég reyndi að mynda með símanum fyrir nokkrum dögum og kannski eru þær myndir eitthvað skýrari. Myndirnar sem teknar hafa verið á nýja símann minn eru annars miklu betri eftir að ég fattaði að fjarlægja hlífðarplastið yfir linsunni!!









Enn og aftur: Gleðileg jól og farið varlega í konfektinu!
Flettingar í dag: 263
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 632
Gestir í gær: 274
Samtals flettingar: 69184
Samtals gestir: 17568
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 03:58:06


Tenglar