Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


18.04.2017 09:48

Enn páskar á Akureyri.



Við fórum fram að fremsta bæ í Hörgárdal.
"Við erum á vitlausu farartæki" sagði drengurinn.
"Nú" sagði ég.
"Þetta er ekki bílvegur" sagði drengurinn.
"Nú" sagði ég
"Þetta er hjólaslóði" sagði drengurinn.
....og sannara orð var ekki sagt þann daginn.

Við erum á leið suður, eftir nokkra tapaða heimavinnudaga. "Alvöru"vinnan bíður kl. 16 í dag og til miðnættis.
Hér við Furulundinn bíður moppan þess að einhver stigi dans við hana.

...en ég er heppinn, eins og sá norski Öystein Sunde sem söng: "Jeg har folk til slikt"

Farangurinn fer í annan bílinn. Hinn kom eiginlega bara fullur af hljóðfærum. Einn drengur með sæng, kodda, hljómborð, nokkra gítara og mikið af snúrudóti.

Ég kom með páskaegg.

Hljóðfærin fara til baka. Páskaeggið ekki.....

Síðasta kvöldinu eyddum við m.a. í að finna hinn endann á þröngri einstefnugötu í innbænum og læra allar húsagötur á Oddeyri í réttri röð. Okkur fannst viðfangsefnið stórkostlegt og afar gefandi. Kunnugum þykir það þó kannski frekar lýsandi.

Klukkan er ekki neitt á þriðjudagsmorgni og tími til kominn að gera eitthvað.....

Flettingar í dag: 300
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 733
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 79127
Samtals gestir: 18484
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 14:57:35


Tenglar