Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


22.11.2015 09:52

Risastór dagur!


 Það er tuttugasti og annar nóvember í dag og þann dag er alltaf haldið upp á afmæli. Í dag er tilefnið tvöfalt: Afaskottið Emma Karen er tveggja mánaða og eðalhundurinn Edilon Bassi Eyjólfsson (eða Elínarson, eftir því hvernig vindurinn blæs...) Breiðfjörð Thorsteinsson Budenhoff Sandhaug (Sóðalöpp) er hvorki meira né minna en tíu ára í dag!

Fyrir mörgum árum var sagt að hundur sem fengi jafnoft að bragða á kökum, kexi og sælgæti yrði aldrei langlífur. Ekki veit ég við hvað fólk var þá að miða. Kannski einhverja rolluhunda, ég veit það ekki. Hitt veit ég að þrátt fyrir allt óhófið er Bassi jafn fráneygur og fyrr, heyrnin er eins og í hálfsárs hvolpi og hann er sami þindalausi hlauparinn eins og hann var þegar ég fékk hann. Ég hef haldið því fram, án þess að vera neinn sérfræðingur um hunda almennt, að öll þessi miklu hlaup á Bassa hljóti að koma heilsunni til góða. Það er hvergi að sjá nein ellimörk á honum, sama hvernig leitað er. Þetta vita þeir sem hafa umgengist hann nær daglega frá upphafi. Svo hefur Bassi auðvitað verið alinn á gæða - hundafóðri og fátt til sparað í þeim efnum. Allt hefur þetta hjálpað til að halda honum síungum....









Ég ætla ekkert að hafa þetta lengra að sinni. Morguninn fer í að járnsmíða pall undir þrjár þvottavélar í sameiginlegu þvottahúsi blokkarinnar að Hraunbæ 30. Þá geta þær loks farið að þvo þvottinn sinn, mæðgurnar Elín Huld og Bergrós Halla. Að því loknu er ætlunin að skreppa suður í Sandgerði og renna á bláa hjólinu suður að Reykjanessvita - þ.e.a.s. ef leiðin er hálkulaus. 

Síðan verður afmæliskaffi með kökum!

.......................................................................

Flettingar í dag: 482
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 733
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 79309
Samtals gestir: 18504
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 22:45:06


Tenglar