Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


08.08.2015 11:38

Tuttuguogfimm ára trítla.


 Við EH vorum að koma úr Hólminum eftir tæpa vikudvöl. Fátt er til frásagnar nema ef vera skyldi rokið.....

 

 Í dag er áttundi áttundi. Árið er 2015 sem þýðir að í dag eru liðin tuttugu og fimm ár síðan "við" Elín Huld "lögðumst" inn á fæðingardeildina á Ísafirði og eignuðumst hana Áróru. Ég segi "við" og set það í gæsalappir því þótt við höfum ekki bæði lagst, í eiginlegri merkingu þá var Áróra okkar úthugsað samvinnuverkefni allt frá fyrstu drögum til dagsins í dag. Við höfum heldur ekki hugsað okkur að sleppa af henni hendinni þótt hún sé tuttugu og fimm í dag. Í uppsiglingu er nefnilega nýr kafli, bæði í hennar lífi og okkar. Með þessum nýja kafla, sem væntanlega verður birtur opinberlega um miðjan næsta mánuð, breytist  allt - enn á ný. "Samvinnuverkefnið" ætlar nefnilega að setja okkur EH í nýtt hlutverk og þeir sem þekkja tilfinninguna geta rétt ímyndað sér spenninginn á bænum.....

Áróra sjálf  - miðjubarnið - hefur alla tíð verið óskabarn hverra foreldra. Ég veit hins vegar ekki hvort við EH höfum verið óskaforeldrar, við höfum sannarlega reynt og viljinn hefur ætíð verið fyrir hendi. Það sem Áróra hefur komist hefur hún samt komist á eigin verðleikum og við viljum trúa því að hún sé aðeins rétt að byrja.....

Við skírn í kapellu HSV á Ísafirði hjá sr. Karli V. Matthíassyni:


Með afa Steina á Urðarveginum:


Með stóra bróður á jólum á Engjaveginum:


Afmælisdagur á Engjaveginum með afa og ömmu:


Sjö ára á sjötugsafmæli Bríetar ömmu:


Flutt suður, næstum fullorðin á Lyngbrekkunni:



Systur á Ísafirði í júníbyrjun 2011:


Í Ástúninu hjá mömmu og Sultu:


Verðandi foreldrar, Áróra og Stefán:


Það er góður dagur í dag.........


Flettingar í dag: 409
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 733
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 79236
Samtals gestir: 18495
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 19:55:26


Tenglar