Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


10.07.2015 14:49

Ekki er allt sem sýnist....


 

Í síðasta pistli var m.a. sagt frá kajakróðri út í Stakksey til að skoða flakið af Tjaldinum gamla, sem smíðaður var í Vestmannaeyjum 1919. Ég birti nokkrar myndir af flakinu, teknar í sól og blíðu.

 

Í gærkvöldi (fimmtudagskvöld 9.7.) var hvorki sól né blíða. Það var eiginlega helvískur hryssingur í ´onum þegar Stakkanesinu var stefnt úr Stykkishólmshöfn til að skoða betur flakið í Stakksey. Með í för var landsþekktur áhugamaður um skip, skipsflök og mótorhjól. Það var rétt að byrja að falla að þegar við komum að Stakksey og varla hægt að segja að flyti upp að flakinu. Þessi lága sjávarstaða var samt til bóta á þann veg að við sáum mun meira af braki, sem annars er hulið sjó. Flakaþefur hafði pata af öðru flaki í Stakksey en Tjaldinum og þegar rýnt var í leifarnar í fjörunni sást kjölur af allstórum trébát, hálfhulinn þara. Ekki var hægt að merkja annað eftir af þeim bát og ekki vitum við enn hvaða bátur bar þarna beinin. Þessi kjölur kemur fram á einni myndanna sem ég tók um daginn en ég tók ekki eftir honum þá. Þess vegna ætla ég að birta þá mynd aftur og láta það duga að sinni. Líklega skrifar ferðafélaginn eitthvað um þessa ferð, sem var mun lengri en bara í Stakksey.

 

Kjölurinn umræddi sést vel í vinstra upphorni myndarinnar og ber í vatnsmerkið:

 

 

 

Gott í bili.

Flettingar í dag: 518
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 733
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 79345
Samtals gestir: 18509
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 23:41:25


Tenglar