Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


26.06.2015 18:50

Föstudagur tuttugastiogsexti júní...


 ...og sumarið er í heimsókn. Hversu stuttri veit maður ekki en það má alltaf vona. Ég á nefnilega aðeins eftir að vinna eina viku áður en sumarfrí hefst. Þá tekur við tveggja vikna frí, síðan vinn ég tvær vikur fram að verslunarmannahelgi og síðan er vikufrí eftir hana. Verslunarmannahelgin og vikan eftir eru fráteknar fyrir Hólminn enda á ég félagsbústaðinn þá daga. Ef einhver sem les verður í Hólminum um verslunarmannahelgi og dagana á eftir og hefur áhuga á siglingu með Stakkanesinu er bara að láta vita af sér. Mig grunar að ef vel viðrar muni (aðal)vélin ekki kólna þessa daga.

Það er hins vegar enn langt í verslóhelgina og nú akkúrat í þessu er helgi - svona "löng" helgi hjá mér - að ganga í garð. Það þýðir að eftir nokkrar mínútur verður ferðabíllinn ræstur og þeyst af stað. Ákvörðunarstaður er Stykkishólmur og ætti fáum að koma á óvart. Stakkanesið hefur nú legið eftirlitslítið við bryggju í tvær vikur og kominn tími á sinnu. Svo er það þetta með bátsflakið í Stakksey, ef hægt er að komast að því og skoða. (sjá neðsta innleggið við síðustu færslu)

Ég er ekki viss um að ég geti lent Stakkanesinu í eynni því fjaran er grýtt, reyndar eru klappir og stórgrýti allan hringinn. Þess vegna ætla ég að gera tilraun á eftir, áður en ég legg af stað - ég ætla að reyna að troða kajaknum inn í bílinn. Það er raunar ekkert að reyna - ég skal koma bátnum fyrir þótt ég þurfi að stinga honum upp í rúm!

Það hlýtur að vera hægt að lenda kajak í Stakksey......


Flettingar í dag: 423
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 733
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 79250
Samtals gestir: 18496
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 20:27:22


Tenglar