Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


27.05.2015 06:55

Hvítasunnan.




Það viðraði ekki sérstaklega vel í Hólminum um síðastliðna helgi - ekki frekar en víðast annarsstaðar. Á mánudaginn tókst að ná einni stuttri siglingu, u.þ.b. tveggja og hálfs tíma langri. Spáin var leiðinleg fyrir þann dag og ég hafði ætlað mér að nýta stund milli stríða. Þess vegna var siglt í land um það bil sem leiðindaveðrið átti að bresta á, og lagst í heita pottinn í staðinn. Það fór þó svo að um leið og búið var að binda gerði eitt besta veður dagsins enda mættum við tveimur bátum á útleið. Svona er nú stundum lítið að marka veðurspár.

 

Ég læt fljóta með eina eða tvær myndir sem teknar voru við Byrgisklett og sýna m.a. toppskarfa sem voru í óða önn að gera sér hreiður:








...............................................
Flettingar í dag: 482
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 733
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 79309
Samtals gestir: 18504
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 22:45:06


Tenglar