Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


26.12.2014 11:38

Annar jóladagur.






(ég veit að myndin er ekki hefðbundin jólamynd en þar sem hún er tekin aðeins nokkrum dögum fyrir jól má ég til að birta hana. Jólin eru nefnilega líka hátíð dýranna, a.m.k. fá þau Sulta og Bassi ekki hamborgarhrygg eða hangikjöt aðra daga. Hún Sulta hefur stækkað talsvert eins og sjá má ef litið er á niðurlag ÞESSA pistils)

------------------------------------------------------------------------------------------------

Það er annar í jólum og ekki komið hádegi. Úti heyrast vindhljóð og stöku sinnum vottar fyrir éli á þakgluggunum í Höfðaborg. Ég hef ekki aðgang að framgluggunum því sonurinn er enn sofandi en þegar ég hleypti Bassa út í morgun sá ég að það hafði snjóað dálítið. Við þáðum jólaboð í gærkvöldi og þegar heim kom var Grandinn tekinn á hús, svona til að hlífa nýjustu bónumferðinni. Hann er því þurr og hlýr hér niðri. Hrossadráparinn svarti, sem nú er eign sonarins, fékk einnig sína bónumferð í gær og glansaði eins og forsetabíll á leið í jólaboðið.

( Já, við fórum tveir á tveimur bílum! Slíkt er auðvitað ekki hagræðing en óumdeilanlega mikið hagræði - fyrir okkur)

........og nú er mér boðið í jólabröns á eftir úti í bæ. Boðinu fylgir það skilyrði að ég mæti með borvél og tilheyrandi dót til að leggja loftnetskapal.

Svo er boðið til stórveislu úti í bæ í kvöld. Ég hef ekki ákveðið hvort ég fer. Finnst eiginlega komið nóg af ofáti í bili.

Skiljiði nú hversvegna hér í Höfðaborg er að finna eina eldhúsið á landinu sem enga hefur eldavélina?

Ég þakka þeim þremur sem sendu mér jólakveðu undir Þorláksmessupistlinum - og auðvitað öllum hinum sem í hógværð létu það vera en lesa samt - innlitatölurnar ljúga ekki.

Tíminn líður og ég þarf að taka til borvél og hæfilegan bor. Eigið öllsömul góða jóladaga!

Flettingar í dag: 433
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 733
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 79260
Samtals gestir: 18498
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 20:51:07


Tenglar