Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


22.11.2014 09:13

Hann á afmæli í dag......


Bassi á afmæli í dag!   (þ.e. laugardaginn 22.11.)

Af því tilefni langar mig að birta nokkrar myndir úr ævi hans, eftir að ég tók hann að mér tæplega tveggja ára gamlan. 

Um aðdragandann mætti hafa mörg orð en af því að gamla Blog-central kerfið er opið þessa dagana ætla ég að setja beinan hlekk HÉR og þá má lesa það sem þá var skrifað í tilfinningu augnabliksins.

Hann hefur alla tíð átt góðu að fagna hjá fyrri "foreldrum" sem hafa tekið hann í heimsókn hvenær sem á hefur þurft að halda. Fyrsta myndin er jafnframt sú fyrsta sem ég tók af honum, í september 2007. Þarna er hann í fangi fyrri "mömmu" sinnar í Hafnarfirði:





...og hér á sama stað í fangi Bergrósar Höllu:





Hér er Bassi kominn heim á Lyngbrekkuna. Ég pantaði klippingu fyrir hann strax eftir að hann kom "heim" því hann var ótrúlega fljótur að safna sandi í feldinn og hátt í sólarhring að þorna eftir hvert bað. Á sama tíma stóðu yfir hundasýningar hjá ræktendafélögum og nær ómögulegt var að fá tíma fyrir klippingu. Hann varð því að bíða einar tvær vikur eftir sinni snyrtingu.





...en loks kom að henni og þá sá ég hundinn minn í fyrsta sinn:








Feldurinn óx svo hratt að það varð að snyrta Bassa á minnst tveggja og hálfs mánaðar fresti. Þarna er hann búinn að fá svona "eighties" klippingu hjá ágætu fólki sem rak Voffaborg í Víðidal. Hjá þeim fékk hann alltaf skraut í eyrað eftir hverja klippingu. Sjáið bara hvíta fiðrildið:





Myndin hér að neðan er tekin eftir "slysið" í Garðahrauninu á gömlu járnbrautarslóðinni. Þar fékk Bassi að hlaupa laus og í einhverri hamagangsrispunni reif hann kló. Ég tók eftir því að hann hlífði afturfæti og blóð draup úr sári. Við fórum beint á spítalann í Víðidal þar sem gert var að sárinu:





Hér erum við "feðgar" í húsbóndastólnum á Brekkunni á fjögurra ára afmælisdegi Bassa:





Í sveitinni: Myndin er tekin uppi á Mýrum og þarna er Bassi í félagsskap Gosa frá Sandgerði:





Sjóhundur: Bassi slakar á um borð í Stakkanesinu á leið um Sundin við Reykjavík





Í enn meiri slökun í yfirmanna (og yfirhunda) -messanum í Stakkanesinu:





Skyggnst um eftir leifum Víkartinds austur á Háfsfjöru:




Að Hvammi í Dölum með Elínu Huld :




Heima í Höfðaborg að hjálpa til við þá nýkeyptan sjúkrabíl





Að kanna gamalt eyðibýli að Bergsstöðum  í Svartárdal:





Með "mömmu" í skítakulda við Hvítserk nú síðsumars:





Í Sílakoti í Skötufirði hjá Dúdda og Þórdísi:





Uppi undir Snæfellsjökli með Breiðuvík, Stapafell og Hellna í baksýn:




Að síðustu langar mig að sýna myndir sem teknar voru í afmælisveislunni í Höfðaborg. Á þeirri fyrstu er Bassi í fangi "pabba" síns, sem er frekar óhreinn enda á kafi í óhreinlegum áhugamálum:



 Afmælisbörn fá svo auðvitað afmælispakka:



.......og afmælisköku, sem mæðgurnar Elín Huld og Bergrós Halla færðu Bassa. Á kökunni loga níu kerti. Svo sjást líka á myndinni sparidiskarnir sem hún mamma mín blessuð málaði á:




Að síðustu má ég til að setja inn eina svona listræna mynd, sem Bergrós Halla tók við Kleifarvatn fyrir einhverju síðan. Kannski hefði hún átt að vera efst? Þetta er allavega afar fín mynd:




Eins og sést á upphafinu byrjaði ég að vinna þennan pistil í gærmorgun. Vegna anna tókst ekki að ljúka honum fyrr en í dag, sunnudag. Það á svo sem engu að breyta......

Til hamingju með afmælið, kiðlingur minn...........


......................................

Flettingar í dag: 433
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 733
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 79260
Samtals gestir: 18498
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 20:51:07


Tenglar