Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


04.08.2014 10:31

Hversu mörg G?



 Ég er að reyna að setja inn færslur hér í Stykkishólmi en það gengur ekki neitt. Ég er með sama netpunginn og alltaf - enda hef ég ekki aðra tengingu við netið, hvort sem er í Rvk eða annarsstaðar - og virknin hér í Hólminum er nánast engin. 

Einu sinni spurðist ég fyrir um það hjá Símanum hvers vegna búnaðurinn þeirra virkaði engan veginn eins og auglýst væri og hvað væri til bóta. Ég fékk engin svör.

Svo þegar ég var nýkominn frá Tálknafirði úr einhverri landsreisunni og þar hafði tekið um tíu mínútur að hlaða inn forsíðu mbl.is, þá fór ég í þjónustuver Símans, spurði enn einu sinni um ástæðuna og var reiður. Fyrir svörum varð fermingardrengur sem útskýrði fyrir mér að ef það logaði grænt ljós á pungnum hefði ég aðeins svokallaða 2G tengingu - sem væri slæmt. Ef hins vegar logaði blátt ljós væri ég með 3G - sem væri gott. Þetta fannst mér ágæt skýring og hún tók öllu fram sem mér hafði áður verið sagt. Samt var ekki hægt að útskýra hvers vegna staður eins og Tálknafjörður byði aðeins uppá 2G tengingu því svoleiðis tenging virkar bara hreint ekki neitt!

......og nú, nokkrum árum síðar er ég í Stykkishólmi að reyna að nota þennan sama pung - en að vísu með uppfærðu símakorti - og hann virkar nær eingöngu sem 2G!!

Þetta segir mér að það hljóti eitthvað mikið að vera að hjá þessu fyrirtæki, Símanum....

Er ekki annars 2014?  Er þetta fyrirtæki enn að reisa tréstaura hér kringum Stykkishólm og hengja á þá koparþræði? Hvers vegna fær maður ekki þá þjónustu sem maður borgar fyrir? 

Helvítis helvíti........

Á meðan verða Færeyjar að bíða....

Flettingar í dag: 409
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 733
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 79236
Samtals gestir: 18495
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 19:55:26


Tenglar