Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


24.07.2014 19:53

"Sól með köflum"


Eitthvað á þessa leið minnir mig að veðurfréttafólkið hafi talað hér áður fyrr. Kannski talar veðurfréttafólk svona ennþá, ég veit það ekki því ég reiði mig aðallega á norsku veðurspána yr.no. Reyndar sýnist mér íslenskir spámenn, allavega þeir ríkisreknu, styðjast að mestu við þá spá. Það er grunsamlega oft sem íslenska spáin breytist í takt við þá norsku - en bara aðeins seinna.....

Norska spáin var samt dálítið loðin fyrir nýliðna daga og kannski ekki alveg að treysta hverju orði. Mér sýndist vera spáð sól með köflum á því svæði sem ég hafði hugsað mér að heimsækja - en svo gat það alveg eins verið rigning með köflum!

Það var svo sæmileg sól úti og inni en  glaðasólskin bæði í hjarta og sinni þegar sjúkrabílnum var snúið norður á við uppúr hádegi sl. sunnudag. Ég ætla ekki að skrifa ferðasöguna strax því Færeyjar ganga fyrir en stikkorð úr túrnum gætu td. verið:  Hvammskirkja í Norðurárdal, Víðigerði, Blönduós, ónýtt tjaldsvæði vegna aurbleytu, blindþoka, Laxárdalur norðan - glaðasólskin, Illugastaðir, Skagaströnd, blindþoka. Kvöld og nótt.

Mánudagur: Ausandi rigning, blindþoka, sólskin, sundlaug á Skagaströnd, Blönduós, útlendingur sem stolið var síma frá, Langidalur/Gautsdalur, Varmahlíð, þoka, Sauðárkrókur, ónýtt tjaldsvæði, Einar P., lyklar læstir inn í sjúkrabíl, lyklar sem pössuðu frá öðrum sjúkrabíl, kvöld og nótt.

Þriðjudagur: Sauðárkróksbakarí fimm stjörnur, lágþoka, Enni, Blönduhlíð, Flugumýri, Varmahlíð, efribæjaleið, Steinsstaðir, Bakkaflöt, Vatnsskarð, Svartárdalur, Eyvindarstaðaheiði, Blöndudalur, Svínavatn, Auðkúlukirkja, Hvammstangi, kvöld og nótt.

Miðvikudagur: Vatnsnes, Tjörn, Katadalur, Þorgrímsstaðir, Geitafell, Laugarbakki, horfin sundlaug, heitir pottar, fundin horfin sundlaug, útlent par, heit laug í fjöru við Reykjaskóla, rigning yfir Holtavörðuheiði, sól yfir Laxárdalsheiði, Búðardalur, gerónýtt tjaldsvæði, Spánarveður, Laugar í Sælingsdal, illa farið tjaldsvæði, kvöld og nótt.

Fimmtudagur: Laugar, heitt en skýjað, Fellströnd, efribæjaleið, Klofningur, Hnjúksnes, rigningarskúrir í grennd, Búðardalur, biluð ísvél (sem eitt og sér á að varða við lög), Brattabrekka, Borgarnes (og ísvél í lagi), heimkoma kl. 19.

................................................................................................................

Mér finnst nú eiginlega, að öllum þessum stikkorðum skrifuðum, að ferðinni séu nokkurn veginn gerð fullnægjandi skil. Það vantar að vísu myndirnar, en samt......

Gott í bili. ( og eins og alltaf, gott að vera kominn heim....)


Flettingar í dag: 482
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 733
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 79309
Samtals gestir: 18504
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 22:45:06


Tenglar