Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


19.06.2014 08:08

Fimmtudagsmorgunn kl 8:08


 Það er fimmtudagsmorgunn á Seyðisfirði og klukkan er rétt rúmlega átta. Veðrið er fínt, skýjað, þurrt og um níu stiga hiti. Tjaldsvæðið kringum okkur er að tæmast og Norröna er út af Norðafjarðarflóanum á átján mílum skv. ais. Ég er ekki með lyklaborðið mitt heldur nota bara lappaborðið sem er rassgat. Við fengum okkur göngutúr í gærkvöldi til að reyna að átta okkur á hvernig við ættum að bera okkur að. Árangurinn varð enginn því hær ægir saman línumerkingum við eldri ferjubryggjuna og þeim nýju og maður skilur hvorki upp né niður. Þetta reddast nú samt allt einhvern veginn. Gærdagurinn var flottur, alger andstæða þriðjudagsins sem var frekar þokukenndur og blautur. Við náttuðum á Djúpavogi og skoðuðum bæinn í gærmorgun, skoðuðum næst steinasafn Petru á Stöðvarfirði sem var stórkostlegt  - algerlega gjörsamlega eins og vinur minn General Bolt-on orðar það. Svo drukkum við kaffi með góðu fólki á Stöðvarfirði. Síðan var franski spítalinn á Fáskrúðsfirði skoðaður. Það er dálítil breyting orðin á frá ví við skoðuðum hann hálfhruninn úti á Hafnarnesi árið 1985.

Frá Fáskrúðsfirði brunuðum við yfir í Neskaupstað og heimsóttum tvo gamla vinnufélaga frá ´85-6. Það er orðið langt síðan síðast......

Eftir Neskaupstað var haldið í sund á Eskifirði, í nýju sundlaugina þeirra sem krakkaskammir kalla stundum "efnalaugina". Ég rek ekkert hvers vegna... Svo var það Seyðisfjörður og hingað komum við rétt fyrir tíu í gærkvöldi, fylltum sjúkrabílinn af olíu og eftir klifur yfir Oddsskarð og Fjarðarheiði var eyðslan frá Höfn í Hornafirði 15.8 ltr. á hundraðið. Ekki slæmt með öll þessi tonn og öll þessi hestöfl! Við erum að fara að leita leiða til að tékka inn....... 



Flettingar í dag: 157
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 349
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 65282
Samtals gestir: 16932
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 09:45:00


Tenglar