Ég sagði í morgun að við skyldum sjá hvernig dagurinn þróaðist. Nú er hann kominn að kvöldi og vart hægt að segja annað en allt hafi farið á ágætan máta. Að vísu hefur besti tími kvöldsins farið í að syngja sálumessu yfir japönskum pallbíl sem villtist af leið úti á Granda og varð hart undir. Svo sýnist sem hann hafi runnið þar sitt síðasta skeið og harmi sleginn eigandi þurfti huggunar við.
Nóg um það. Ég vona að þær Henrietta og Merna hafi glatt einhverja, en grunar þó að þær hafi hryggt fleiri - og af því dagurinn fór á þokkalegan veg þá förum við þvert yfir skalann og í hitt hornið - úr horni þeirra sem gera án þess að geta í horn þeirra sem gera AF því þeir geta. Þar eru Henrietta og Merna víðs fjarri og allt annað uppi á teningnum. HÉR er sungið frá hjartanu, á þann hátt sem fær mann til að teygja sig í hornið á borðdúknum....
(Ég mæli með heyrnartólum ef þið eigið, ef ekki þá algerri þögn meðan nokkur tónn lifir)
Degi er slitið!