Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


20.05.2016 11:56

Frá Unaðsdal.



Þann 20. maí sl. birtist á FB mynd sem ég tók sumarið 1987 á fjörukambi í Unaðsdal á Snæfjallaströnd. Við vorum þarna þrjú saman, við Elín Huld og sonurinn Arnar Þór (3) á sumarferðalagi með aðsetur í sumarhúsi Járniðnaðarmannafélagsins í Heydal. Dvöldum viku í húsinu og fórum vítt og breitt um nágrennið, reyndar talsvert víðar því við fórum alla leið norður í Bjarnarfjörð og fyrir Kaldrananes og Drangsnes. Til Hólmavíkur fórum við í innkaupaferð og versluðum í gamla verslunarhúsi Kaupfélags Strandamanna niðri í þorpinu - verslun sem er löngu horfin.

 

 

Myndina sem ég tók í Unaðsdal hafði ég áður birt á FB en nú hafði hún verið hent á lofti af Samúel Sigurjónssyni frá Hrafnabjörgum í Laugardal, sem óskaði frekari skýringa á henni.

 

Skýringarnar komu um hæl, frá Ingólfi Kjartanssyni úr Unaðsdal. Ég bætti svo nokkrum orðum neðan við. Set texta Ingólfs beint hingað inn eins og hann birtist á FB:

 

"Þetta er mb. Uni. Kostafley sem Helgi afi átti og réri á úr Dalssjó. Karl faðir minn reri eitthvað á honum en ég sá hann aldrei sjósettan svo mig reki minni til. Hann náði hins vegar í unga konu til Ísafjarðar á honum snemma árs 1949. Sú hafði komið með Catalinu frá Akureyri. Réði sig sem vinnukonu í Unaðsdal í eitt ár. Þau urðu 45 þessi ár í Dal."

 

Minn texti er svo hér:

 

  "Eftir tæp þrjátíu ár fær maður loks að vita einhver deili á þessum bát. Kærar þakkir fyrir þetta, félagar. Uni ÍS 65 er sagður smíðaður í Unaðsdal 1931 úr eik og furu, 2.4 brúttólestir. Vél ókunn. Eigandi Helgi Guðmundsson, Unaðsdal. (Uppl. úr "Íslensk skip-Bátar", e. Jón Björnsson, 2.bnd. bls. 135)"



Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 142
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 135172
Samtals gestir: 27911
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 12:26:25


Tenglar