Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


11.12.2015 07:13

Halló Akureyri!

Það er bjartur föstudagsmorgunn í Höfðaborg, klukkan er rétt rúmlega sjö og leiðin liggur til vinnu. Að þessu sinni er vinnudagurinn stuttur því þegar vinnufélagarnir fara í hádegismat fer ég heim, tek mínar töskur ( sonurinn tekur sínar ) og þar með erum við feðgar lagðir af stað til Akureyrar. Þar hyggjumst við eyða nokkrum dögum við að skoða jólaskreytingar og aðra alhliða slökun. Við ætlum t.d. í sund í Hrísey en í þá laug hef ég aldrei farið og hún er því ómerkt á sundlaugalistanum góða. Við ætlum sömuleiðis að heimsækja Glerárlaug, hún hefur alltaf setið á hakanum en fær nú sitt merki í kladdann. Hver veit nema við náum líka mótorhjólasafninu og kannski fleiru?

 

Spáin er góð - og jafnvel betri en góð, miðað við árstíma - og við komum væntanlega endurnærðir suður síðla dags þann 16.

 

Gott í bili, vinnan kallar...

Flettingar í dag: 1532
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 160
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 196249
Samtals gestir: 35988
Tölur uppfærðar: 10.10.2025 16:22:50


Tenglar