Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


28.08.2015 23:37

Út vil ek...


Það er tuttugastiogáttundi ágúst - ennþá - og skrifin mín eiga tólf ára afmæli í dag. Fyrsta færslan var sett inn að kvöldi þess 28.8.2003 og ég hef skrifað óslitið síðan, þótt mikið af skrifunum hafi týnst af netinu þegar 365Miðlar lokuðu tveimur kerfum sem ég hafði notað í nokkur ár, hvort á eftir öðru. Það gerir ekkert til - þetta voru ekki ódauðleg bókmenntaafrek heldur meira svona dagbókarbrot og yfirlit yfir það sem á dagana dreif. Eitthvað á ég í afritum, annað ekki......

Ég hef haft fyrir sið að endurbirta einn gamlan pistil árlega í tilefni afmælisins. Nú nenni ég því ekki því það er að koma nótt, ég er nýkominn úr vinnu og er að fara að sofa. Á morgun er nefnilega nokkuð stór dagur - ég ætla að þeysa á rauðu skellinöðrunni (sem af tilefninu er búið að töskuvæða)  til Vestmannaeyja ásamt General Bolton á perluhvíta Yamaha hjólinu. Við eigum ferð út kl. 12.30 og til lands aftur kl. 18.30. Það er því ekki langt stoppið í Eyjum og um að gera að nýta tímann sem best.

Yfir og út!

Flettingar í dag: 532
Gestir í dag: 217
Flettingar í gær: 1205
Gestir í gær: 620
Samtals flettingar: 139373
Samtals gestir: 29414
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 18:13:26


Tenglar