Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


21.06.2015 08:57

Sumarsólstöður.


Það er sunnudagur tuttugasti og fyrsti júni, sumarsólstöður og ég ætla að skreppa til Vestmannaeyja á eftir. Veðrið er flott og hefur raunar verið það undanfarna daga. Ég þurfti að skjótast aðeins austur í Holta- og Landssveit í í gærdag og þá fæddist hugmyndin. Svo þurfti ég að skjótast aðeins austur í Ölfus í gærkvöldi og þaðan upp í Kjós. Það er því tilvalið að skjótast til Eyja í dag og toppa helgina þar. Ég þarf nefnilega að hitta þar mann sem stundum er kallaður flakaþefur, og heyra aðeins í honum varðandi bátsflakið í Hrappsey.

 

Farinn austur.......

Flettingar í dag: 668
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 71
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 156910
Samtals gestir: 32393
Tölur uppfærðar: 1.7.2025 16:14:49


Tenglar