Ég hélt
alltaf að mér væri ekkert ómögulegt - að ég gæti gert bókstaflega allt! Ef ég tæki nógu fast á myndu þyngstu hlutir á
endanum færast til í þá átt sem ég vildi.
Ég hafði
rangt fyrir mér.
Ég tók á og
það kostaði mig vinstri handlegginn við öxl. Vonandi tímabundið þó en ég komst
allavega að því að sumir hlutir hafa afleiðingar - líka fyrir mig sem hélt að
ég væri undanþeginn slíku.
Þess vegna
er þessi stutta færsla slegin inn með fingrum hægri handar. Sú vinstri er
óhreyfanleg og ef ég reyni er líkast því sem verið sé að skera hana af við öxl!
Meðan þetta
ástand varir er lægð í Höfðaborg.......