Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


15.03.2015 08:58

Ein fyrir Magna......


Ég veit ekki hvort hann Magni Guðmunds á Ísafirði skoðar enn síðuna mína. Fyrir löngu síðan nefndi ég ljósmyndir Árna heitins Matthíassonar rakarameistara á Ísafirði og lofaði birtingu á nokkrum þeirra. Þetta eru myndir sem Árni annaðhvort gaf pabba í lifanda lífi eða pabbi fékk að gjöf frá Bergþóru Árnadóttur að Árna gengnum. Magna langaði að sjá þessar myndir en ég áttaði mig fljótlega á að það er erfitt að átta sig á því hvaða myndir eru eftir Árna og hverjar ekki. Sumar sem ég taldi eftir Árna gætu allt eins verið mun eldri póstkortamyndir - eins og þessi:




Í framhaldi af myndinni sem ég birti á föstudaginn og sýndi "Grænu byltinguna" á ferðalagi, þá langar mig að birta eina mynd sem er klárlega eftir Árna Matt. Sú mynd er tekin af tröppum "Grænu byltingarinnar" - sem þá hafði reyndar ekki fengið þetta stóra nafn heldur var aðeins venjulegt íbúðarhús við ofanvert Hafnarstrætið á Ísafirði. Tilefnið gæti verið 17. júní en árið er óþekkt.


Í framhaldi má svo vel setja inn aðra mynd, tekna af sömu tröppum en mörgum árum síðar (þ.e. á "Hundraðáraafmælinu" 1966)  og ég er handviss um að sú mynd er tekin af pabba:



Læt þetta duga að sinni.

.............................................

Flettingar í dag: 239
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 142
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 135206
Samtals gestir: 27929
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 12:47:58


Tenglar