Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


15.11.2014 12:47

Bakið...


....er að pirra mig. Fékk eitthvert andskotans vöðvatak um daginn og á erfitt með að sitja við tölvuna, þrátt fyrir að hafa endurnýjað stólinn fyrir stuttu - kannski er bakverkurinn bara vegna hans?

 

Það er ekki sama hvort litið er til hægri eða vinstri. Á aðra höndina gengur flest sinn vanagang í Höfðaborg. Ég fékk þó sjónvarpstengingu um daginn um leið og ég fékk fasta netttengingu og hef komist að því að sjónvarp er ekki alltaf til góðs. Það er raunar nokkuð síðan ég keypti tækið sjálft en þá sjaldan það hefur verið notað hefur það verið tengt öðrum tækjum en loftnetsbúnaði. Ég hef haft það fínt undanfarin tvö og hálft ár án sjónvarps og fastrar nettengingar ( hef bara notað netpung) og hafi ég þurft að eyða dag- eða kvöldstund hafa bókahillurnar séð mér fyrir afþreyingu. Þess vegna er ég ekki viss um gagnsemi sjónvarpsins. Ég fékk nefnilega frían prufupakka með sjötíu stöðvum og þá rifjaðist upp gamall og gleymdur áhugi á boxi......og nú ligg ég a.m.k. klukkutíma á hverju kvöldi og horfi á box - ýmist kikkbox eða "skó"box - á einhverri stöðinni. Á meðan rykfalla bækurnar. Ég viðurkenni veikleikann fúslega en ræð ekki við hann......að sinni. 

 

Á hina höndina eru ýmsar breytingar í farvatninu - ég segi ekki sviptingar en breytingar samt. Ef af verður breytist eitt og annað hjá okkur Bassa. Þó ekki búsetan, við erum sammála um að halda okkur hér í Höfðaborg eins lengi og mögulegt er enda kunnum við afskaplega vel við okkur. Hér er allt í haginn, veðrið er betra en annarsstaðar í bænum, aðgengið er frábært og nágrannarnir einstakt fólk. Við Bassi erum svo sem tilbúnir til að fara hvert á land sem er, en tímabundið þó því hér eigum við allt okkar þó smátt sé.

 

.......og nú verð ég að standa upp og hreyfa mig dálítið!

Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 142
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 135172
Samtals gestir: 27911
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 12:26:25


Tenglar