Þegar
veiðihugurinn grípur menn gleymist allt annað. Þá skiptir engu máli þótt menn séu komnir vel á átttugasta og áttunda árið - sé fiskur undir skal hann dreginn!
........og hann Gunnlaugur Valdimarsson vissi alveg hvar fiskur var undir.
Útgerðarstjórinn notaði stöng og veiddi einn fisk! Gulli notaði snæri með tveimur krókum og veiddi alla hina..........
Í fjarsýn er Elliðaey en nær Bæjarsker, trúlega Klofi og Krummaflögur.
Myndirnar eru teknar í gær, mánudag. Stakkanesið er komið á land og verður þar næstu þrjár vikur. Það verður svo sjósett aftur þann 24. nk.
.....................................