Þau eru
orðin nokkur, árin sem Stakkanesið er búið að vera á leiðinni upp í Stykkishólm
- eins og það var reyndar upphaflega smíðað til. Smíðin sjálf tók miklu lengri tíma en ætlað var og svo hefur það reynst erfitt að manna sig upp í ferðina. Það var alltaf eitthvað sem ég treysti ekki, stundum vagninn, stundum bíllinn, og stundum ég sjálfur. Þegar maður er stilltur inn á að gera alla hluti sjálfur án aðkomu annarra taka hlutirnir stundum dálítið lengri tíma en ella. Upphaflega langaði mig að draga upp í Stykkishólm bát sem ég hefði smíðað sjálfur á vagni sem ég hefði smíðað sjálfur aftan í bíl sem ég hefði smíðað sjálfur. Það tókst ekki því ég seldi heimasmíðaða Toyota ferðabílinn áður en Stakkanesið varð tilbúið.
Ég er búinn að liggja yfir undirbúningi í marga daga, og í gærkvöldi var allt tilbúið - nema veðurspáin, sem varaði við hvössum vindi á leiðinni uppeftir. Það lægði svo heldur um miðnættið og klukkan hálftólf lagði ég af stað.
Allar mínar heimatilbúnu áhyggjur reyndust óþarfar, vagninn virkaði vel með nýendurnýjuðum hjólabúnaði og eftir þrjá og hálfan tíma var ég í Hólminum:
Svo var ækinu komið fyrir úti við Skipavík og sonurinn Arnar Þór, sem hafði skipað bakvarðasveitina í Reykjavík fékk tilkynningu um að leggja af stað þegar ég var við Eldborg á Mýrum. Það féll því þannig að ég hafði mátulegan tíma til að ganga frá bát og bíl uppfrá áður en Arnar renndi í hlað til að sækja mig.
Þar með var margra ára draumur uppfylltur og ég gat skriðið sæll í ból klukkan hálfsjö í morgun.
Svo verður farið með farangur í smábíl uppeftir á föstudaginn þar sem ég hef leigt félagsbústað í viku. Þá verður siglt ef veður leyfir.
Það er sól út, sól inni o.s.frv.................................................
..........................................