Ég
sagði frá því um páskana að mér áskotnaðist allstór bunki af Sjómannablaðinu Víkingi frá sjöunda áratug síðustu aldar. Meðal efnis eru margir óborganlegir gullmolar eins og á eftir að koma í ljós. Eins eru margar forsíðurnar hreinn fjársjóður og af því það er til siðs á sumum skipasíðum að hafa getraunir ætla ég ekki að láta mitt eftir liggja og skella inn einni slíkri getraun. Hún tengist að vísu ekki bátum eða skipum nema óbeint en spurningin er: Hvar er þessi staður? Við sjáum bryggjustaur í forgrunni auk einhverskonar steyptra kanta sem gætu verið uppsátur. Einnig eru á myndinni árabátur með tvo unga menn undir árum og vélbátur, líklega um tuttugu tonn eða svo. Nú þarf að
leggja hausinn í bleyti og koma svo með alla þá visku sem finnanleg er. Ég ætla að taka fram í upphafi að ég er ( eða held ég sé..) búinn að finna út hver staðurinn er. Ég er hins vegar enginn gúrú og kannski veit einhver betur. Nú kemur myndin:
( Ég ætlaði að setja hér slóð á myndirnar hans Mats Wibe Lund úr firðinum en það virðist ekki ganga. Myndin er semsagt úr Grundarfirði og horft er inn þar sem heitir Grundarbotn. Ef lukkast að setja hlekk þá er hann HÉR )
Myndtextinn í blaðinu segir einungis: "Kyrrlátt inni á fögrum firði og vor í lofti". Nú er um að gera að spreyta sig.......
Ath: Ef farið er í "Myndaalbúm" efst á forsíðunni má finna albúm sem heitir "Sjómannablaðið Víkingur". Þar má skoða stærri útgáfu af myndinni ef einhver vill.
........................................