Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


13.05.2014 08:11

Ég veit vel að það er sumar....


......og allt það en samt má ég til að birta þessar vetrarmyndir. Það er nefnilega afar sjaldgæft að hægt sé að baða sig í sólskini vestur við Ísafjörð á gamlársdegi. Satt að segja er það ómögulegt - nema menn gangi á fjöll eða hífi sig í átt til himins eftir einhverjum öðrum gildum leiðum. Á þeim árstíma sér nefnilega ekki til sólar nema sem mjórrar randar á fjallabrúnum en íbúar bæjarins njóta hennar ekki frá síðhausti til loka janúar. Þá loks nær sólin að skína á eyrina fögru og "lyfta geði tregu" eins og eitt sinn var kveðið. Myndirnar eru semsagt teknar á gamlársdegi 1994 og við vorum tveir á ferð. Förunautur er maðurinn sem norður í Ólafsfirði er þekktur sem Viddi Konn. Tveir eða þrír Vestfirðingar munu líka þekkja hann.......

Umhverfið er Engidalsfjöllin og leiðin lá um fjallaskarð niður í Þverdal í norðanverðum Korpudal í Önundarfirði. Þegar af fjöllum kom var ekið út með Tannanesi og Veðraá, þar sem neðsta myndin er tekin. Að henni tekinni var brunað sem leið lá um Breiðadal og Þverfjall heim í áramótasteikina og flugeldana .




Það er kominn dagur og þar með tími til að gera eitthvað. Ferðabíllinn á að fara á númer nú í vikunni ef tími vinnst til, í gær var svo fallegur og sólríkur dagur hér syðra og hluti hans var nýttur til að renna austur í Grímsnes til að sækja sækja litla (ljóta) landbátinn frá stórskipinu Stakkanesi, sem þar var í vetrargeymslu. 

Og hvað ætli hún heiti nú aftur, þessi litla, ljóta landferja?


Jú:  "Fagranes"

.........

 


Flettingar í dag: 273
Gestir í dag: 122
Flettingar í gær: 142
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 135240
Samtals gestir: 27944
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:09:53


Tenglar