Fólki
virðist ekki fjárvant - a.m.k. ekki sumu, ef marka má alla skothríðina í kvöld. Ég er svo aldeilis lessa, eins og kerlingin sagði...........
Ég var að grufla í gömlum myndum og fann þá þónokkrar hraðamælamyndir sem höfðu ekki ratað í rétt albúm gegnum tíðina. Ég efa ekki að það sé beðið með spenningi eftir þeim en svo verður bara að vera - mig langar ekki að birta þær strax.
Mig langar hins vegar að birta aðrar sem ég fann. Þær eru úr safni fv. tengdamóður minnar heitinnar og eru teknar á eða við Patreksfjörð fyrir áratugum síðan. Mig minnir að ég hafi birt einhverjar þeirra áður en það gildir einu.
Það hefur margt breyst á Patreksfirði síðan þessar myndir voru teknar. Prófum eina enn:
......kannski tvær:
......og kannski fleiri:
Að síðustu er ein alveg stórkostleg - finnst mér. Hún er af varðskipinu Ægi og er tekin þarna á legunni innan við Vatneyrina. Ægir er með gömlu brúna en ég veit ekkert um ártal myndarinnar né annarra sem birtast hér. Þær voru allar ómerktar en ég giska á að tengdamóðir mín fv., Halldóra Ólafsdóttir frá Lambavatni á Rauðasandi hafi tekið a.m.k. einhverjar þeirra. Hér er semsagt Ægir:
...og fyrst Ægir fær sitt pláss, málaður hergrár með fána á bóg er ekki úr vegi að birta mynd af öðru gráu skipi, sem þó er ekki með fána á bóg enda hergagn. Þetta er pramminn sem tók út af herflutningaskipi bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni ( að því gefnu að þær verði ekki fleiri) og rak á land á Rauðasandi. Þetta er helvedes mikill prammi og maður væri fullsæmdur af bátnum sem festur er ofan á hann og situr þar líkt og krækiber.....yrði þokkalegasta Stakkanes þetta:
Þá er það komið og vonandi hafa einhverjir gaman af að rýna í þessa gullmola.