Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


16.12.2013 16:02

Að gleðjast yfir litlu.


Einu sinni var til máltæki sem sagði, ef ég man rétt: "Lítið er ungs manns gaman" og mátti útleggjast þannig að lítið þyrfti til að skemmta börnum.  Ég er hvorki barn né ungur maður, svona þannig séð. Samt bý ég enn að þeim eiginleika barnsins að geta glaðst yfir litlu. Eitt af því sem ég hef gaman af er að fylgjast með kílómetrateljurum bíla og leita uppi skemmtilegar talnaraðir. Þegar ég svo finn skemmtilega röð eða veit að von er á henni tek ég gjarnan upp símann eða myndavélina og smelli mynd af mælinum/teljaranum. Oft hef ég ætlað að vaka yfir skemmtilegri talnaröð en svo steingleymt og misst af, en líklega jafnoft náð að mynda aðrar í staðinn - stundum er nefnilega eins og hnippt sé í mig þegar upp rennur flott röð. Þannig var það einmitt nú á dögunum þegar ég sat í bílnum á rauðu ljósi á Kringlumýrarbrautinni. Mér varð litið á teljarann og hann sýndi nákvæmlega 189.000 km. Til allrar hamingju var síminn innan seilingar (en ekki kolfastur í helvítis buxnavasanum eins og venjulega) og ég náði fínni mynd.

Ég man ekki alveg hvenær þessi árátta hófst. Kannski hefur hún alltaf verið til staðar en myndavélar ekki jafn handhægar og á síðustu árum. Allavega var Hrossadráparinn (hvurs nafn hefur þegar verið útskýrt) keyrður 122 þúsund kílómetra þegar ég eignaðist hann en fyrsta mynd af mælinum er tekin þegar hann rúllaði í 160.000:


Svo virðist hafa runnið rúmir fimmtán þúsund kílómetrar fram að næstu:


Eins og sjá má logar "Check engine" ljósið. Það er vegna þess að einu sinni tók ég tengi úr sambandi með vélina í gangi og ljósið kom samstundis. Þegar ég svo greip nýju bilanagreiningatölvuna sem keypt var í Toppi og átti að geta lesið nær alla bíla kom á daginn að meðal þeirra sárafáu sem hún las ekki var Suzuki. Ég varð fúll og hef leyft ljósinu að skína síðan. Það var hins vegar ekki nema sirka ein ferð til Ísafjarðar þar til næsta mynd var tekin: 


Aftur líða u.þ.b. fimmtán þúsund kílómetrar milli mynda en svo gerast þær öllu þéttari. Fimmtán þúsund kílómetrar voru annars fljótir að rúlla á Hrossadráparanum þegar mest var :


....og áfram er haldið:



Svo fer að verða gaman að þessu. Næstu myndir eru teknar á vegarkafla í Grímsnesinu, rétt sunnan við Stóru-Borg:

 


Nú er farið að vaka yfir mælinum og nánast ekið með myndavélina í hendinni:


....og "tripteljarinn" eltir eins og hundur í bandi! Enn rúlla kílómetrar inn á mælinn:



Það er ekki einu sinni stoppað til að taka sumar myndirnar, aðeins rétt hægt á!




Það er vel merkjanlegt fallið á bensínmælinum þessa fimmtíu kílómetra. Skyldi hafa veið vetur, kuldi og snjór?



Þessi finnst mér sérstaklega flott:


....og svo áfram:



Þarna missum við sjónar af Hrossadráparanum. Ég hef nefnilega lítið af honum séð síðan um verslunarmannahelgi. Sonurinn eignaðist nefnilega annan samskonar sem þurfti smá hjálpar við. Sá er sömu tegundar, sama árgerð og eins að öllu leyti nema liturinn, sem er rauður. Það skiptir því litlu máli hvor bíllinn er, hann keypti rauðan en ekur svörtum, ég á svartan og ek rauðum - þetta ástand varir þar til ég verð ánægður með þann rauða og skipti aftur við drenginn. Að sjálfsögðu er myndavélin við hendina í þeim rauða:


Og þá er það myndin sem minnst var á hér efst, sú sem tekin var á rauðu ljósi á Kringlumýrarbrautinni fyrir nokkrum dögum:


Fyrir ekki svo löngu þurfti ég að hjálpa aðeins upp á "The blue streak", nafn sem stundum er notað á bláa kappakstursbílinn hennar Elínar. Nú er Bergrós Halla komin með bílpróf svo þær eru tvær um að halda bílnum liðugum. Þessi fagurblái Suzuki Ignis var keyrður 15.600 km. þegar við eignuðumst hann í apríl ´05. Þeir tímar eru löngu liðnir:


Fyrir stuttu eignaðist ég Nissan Micra fyrir hálfgerðan misskilning. Hann hefur lítið verið notaður, enda ekur maður bara einum bíl í einu og Vitaran er miklu meiri bíll. Ekki hafði Micran þó langt farið þegar þessi skemmtilega tala rúllaði upp á teljarann:


Að síðustu læt ég fylgja tvær myndir sem líklega hafa verið teknar í skoðunarstöðinni í Skeifunni. Tilfellin sjálf man ég ekki en tölurnar eru flottar:



Hugsið ykkur hvað lífið væri litlaust ef allir hefðu sömu áhugamálin!!

..................

Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 142
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 135172
Samtals gestir: 27911
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 12:26:25


Tenglar