Bergsv
einn Skúlason bóndi og rithöfundur, sem skrifaði marga perluna um mannlíf og staðhætti við Breiðafjörð, nefndi eina af bókum sínum Útskæfur. Með nafninu vildi hann meina að innihaldið væri nánast upphreinsun á afgangsefni fyrri bóka, og kannski léttvægara fyrir vikið. Þeir sem lesið hafa Útskæfur Bergsveins eru hins vegar eflaust sammála mér um að sú bók standi þeim fyrri ekkert að baki, nema síður sé. Enda var Bergsveinn alls ekki að ljúka Breiðafjarðarskrifum með Útskæfunum. Eftir þá bók átti enn eftir að koma úr hátt í tugur annarra um svipað efni, breiðfirskt í öllum sínum myndum.
Ég er enginn Bergsveinn þó ég noti þennan titil. Bækurnar hans eru hins vegar biblíurnar mínar og eftir því sem áhugi manna eykst á Breiðafirðinum, umhverfi og sögu öðlast þær aðeins enn meira gildi en áður.
Mig langar hins vegar að skafa aðeins meira úr þessum potti sem gömlu myndirnar hans pabba eru geymdar í. Hér neðar hafa aðallega birst bílamyndir, kíkjum aðeins á skipin:
Hmmm.....Kannski ekki mikið um skip á þessarri - og þó, þarna er Guðmundur heitinn Júní upp á endann í Suðurtanganum. Svona lá hann árum saman engum til gagns og sannarlega fáum til ánægju. Svo er þarna röð báta ofan við Naustið, sá sem næstur var hét Þráinn og lá á bb.síðu. Ofan við hann lá einn Samvinnubátanna, líklega Auðbjörn, og hallaði í stjór. Þessir tveir öldungar lágu með stýrishúsin saman og studdu hvor annan í ellinni. Við bb.hlið Auðbjarnar lá svo nokkru minni bátur án allrar yfirbyggingar og hallaði á bak. Þarna var líka Sigurfari Hrólfs Þórarinssonar, átta tonna norskur bátur sem upphaflega hét Einar Hálfdáns ÍS 11. Nokkrir fleiri lágu á kambinum en efstur var sirka fjögurra tonna súðbyrðingur, opinn með lúkar og afturbyggingu, hét Haförn og var mitt uppáhald. Í honum lék ég mér mest og þeir voru ófáir, dagarnir sem ég hjólaði niður í Suðurtanga til að leika mér í Haferninum. Haförn var með "rúnnaðan" hvalbak og það þótti mér sérstaklega flott. ( hefur einhver séð hvalbakinn á Stakkanesinu?) Í tímans rás hurfu þessir bátar á bálið einn og einn, en sagan lifir......
Í forgrunninum er lengst t.v. húsið þeirra Hallgríms Jónssonar frá Dynjanda (sem átti báta á búskaparárunum norðurfrá) og Sigurjóns Hallgrímssonar (sem átti m.a. bát sem hét Dynjandi). Næst er nýbyggt húsið hans Helga Geirmunds (sem átti marga báta) og neðan við það er hús Braga Þorsteins. Innan við hús Braga er svo Jóhann T. Bjarnason kaupfélagsstjóri að byggja Sætún 5, ef ég man rétt. Kannski er þetta líka missýning, þetta gæti allt eins verið húsið hans Sverris Hestnes, næsta innan við Helga Geirmunds. "Hífukraninn" hans Helga er þarna líka, svo og garðshliðið að Seljalandsvegi 68.....
Þessi hefur nú birst áður og þarf ekki mörg orð um hana. Þetta er hún Gunnhildur, sem þarna tók ótímabært land undir Óshlíðinni. Þeir hafa nokkrir fengið slæm legusár af því að hvíla sig þarna og er skemmst að minnast stórskipsins Guðbjargar ÍS, sem tók óvart sjálfstæða stefnu rétt undan Óshlíðinni á útleið. Svo stutt var í land og svo mikil var ferðin á Guggunni að þótt togað væri í allar bremsur þegar sú gula skellti stýri í borð þá dugði ekkert til og Guggan og Óshlíðin kysstust samt - það var sem betur fór hálfgerður vinarkoss því Guggan slapp lítt sködduð, en eitthvað þó. Svo mátti lengi sjá útundir Sporhamri vél liggjandi í fjörunni. Ég hafði fyrir satt að hún væri úr Borgþóri, bát sem mun hafa verið siglt þar upp vegna leka, muni ég rétt. Það er útúrdúr og vonandi leiðréttir mig einhver ef ekki er farið rétt með. Gunnhildur endaði ekki ævina þarna undir hlíðinni, þrátt fyrir að virðingarverðar heimildir greini svo frá. (Þrautgóðir á raunastund). Hún átti langa ævi fyrir höndum (eða stafni) þótt endirinn yrði sorglegur, en það er önnur saga.
Sjáiði bara!
Ég veit, ég veit! það er ekkert skip á þessarri mynd! Það sem er samt skemmtilegt er að ef myndin væri tekin aðeins meira til hægri þá sæist á henni flakið af honum Kristjáni gamla, sem Björgvin Bjarnason átti í félagi við fleiri. Kristján ÍS 125 var upphaflega EA 390, þetta var eikarbátur, byggður í Noregi 1919, keyptur vestur ´61 og rak upp í Langeyrina í ársbyrjun ´64 eftir að hafa slitið legufæri. Báturinn lá á stb. síðu og sneri stefni upp í bakkana ofan eyrinnar, það var ótrúlega auðvelt að komast um borð í hann og leika sér. Hann Kristján er þarna, hann bara sést ekki á myndinni - því miður.
Þetta eru nú eiginlega ekki skip, heldur meira svona bátar, eða þannig. Myndin er tekin á Ingjaldssandi og auk bátanna og braggans eru á myndinni pabbi og Saabinn hans, en um Saabinn veit ég meira en bátana. Hann var árg. ´67, sem var víst fyrsta ár fjórgengis-Taunusvélar í Saab, hann var blár og fyrrum forstjórabíll hjá tryggingafélaginu Ábyrgð (en þetta atriði var alla tíð ákaflega mikilvægt). Sá sem eignaðist Saabinn eftir okkur hét Hergeir, bjó á neðri hæðinni á Engjavegi 33, vann hjá bænum og fluttist síðar til Akraness (með Saabinn)
Ég kjafta svo mikið að ég kemst ekkert áfram með myndirnar!
Þessa hef ég líka birt einhverntíma áður. Hún er tekin inni við gamla Shellportið á Stakkanesi. Bletturinn sem tankarnir stóðu á er líklega neðan við raðhúsin Stakkanes 16 og 18. Suðurtanginn er óbyggður en sjá má húsin handan fjarðar, á Naustum, bera við reykháf skipsins.
Skipið hét "Eikhaug", var norskt og sem niðurlag ætla ég að setja hér undir smápistil sem ég gróf upp af netinu fyrir margt löngu. Í honum má lesa allt um endalok þessa skips, ef einhver hefur áhuga. Miklu meira síðar........
Eikhaug met her fate when she was torpedoed by the fast attack boat S-52
(Karl Müller) of the 4th Flotilla in the early morning hours of Sept. 7-1941
while on a voyage in Convoy EC 70 from Southend, bound for Grangemouth with a
cargo of 1745 tons cement (loaded at Cliffe), having departed Southend the day
before. This convoy is available via the external link provided at the end of
this page; the Norwegian Skum is also listed.
According to
"Nortraships flåte" the escorting Versatile saw a fast vessel
approaching the convoy, but hesitated to take action for fear of attacking
friendly forces, since the boat was seen passing only 400 meters from a patrol
boat, which showed no signs of alarm. By the time Versatile had
determined it was an enemy vessel it was already too late; 4 torpedoes were
observed, and immediately afterwards, Eikhaug and the British Duncarron
were hit (S-50, Karcher, also of the 4th Flotilla).
4 men, who
were asleep in their cabins, awoke from the explosion and ran to the deck to
find the afterpart under water. They all jumped overboard and when they came to
the surface their ship was gone. They were able to cling to the remains of the
hatches floating up, until they were picked up 15 minutes later by the escort (Versatile?
3 were picked up by the same destroyer, the 4th survivor, O. Skagen was rescued by a different
destroyer). They thought they had heard cries from others in the water, but no
others could be found.
12
Norwegians, including captain Nygård, 2
British and 1 Spanish seaman died. 10 of the crew members had just been signed
on in London a little over a week previously.
The
survivors were landed in Lowestoft where Stoker Skagen
was admitted to a hospital having received minor injuries. The other 3
continued to London where the maritime hearings were held on Sept. 16.
lllllllll