Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


14.01.2013 19:01

Jú, þetta er allt að koma....

Þeir þarna virðast hafa lagað það sem hrjáði kerfið svo myndirnar birtust aftur og það sem aflaga fór virðist komið í lag. Hér í Höfðaborg ríkir hálfgerð kyrrstaða - það er búið að taka niður jólin, eins og hjá flestum en vetrarverkin eru ekki hafin aftur að neinu marki. Ástæðan? Jú, kannski er ég einfaldlega of latur til að byrja. Það eru nokkur "smáverkefni" sem þarf að ryðja til hliðar áður en hægt verður að taka til hendinni að nýju við vörubílinn, sem á að flytja Stakkanesið milli landshluta. 

Það eru komnar nokkrar nýjar myndir á símann sem ég þarf að flytja yfir og birta. Myndefnið er úr ýmsum áttum eins og gengur, flest þó bátatengt. 

Það er ekki ætlunin að skrifa langloku að þessu sinni, heldur aðeins að sannprófa hvort kerfið virki ekki örugglega. Sé allt eins og það á að vera er von á nokkrum myndum á næstunni. Ég skal nefnilega upplýsa eitt: Ólíkt flestum hér syðra bíð ég eftir nógu andskoti slæmu veðri svo ég geti með góðri samvisku setið inni í hlýjunni og skannað inn á tölvuna eitthvað af þeim hundruðum -ef ekki þúsundum- ljósmynda sem við EH tókum á ferðum okkar um landið eftir suðurflutningana ´99 og fram til þess tíma sem við eignuðumst fyrstu digitalvélina og hættum, illu heilli að láta framkalla myndirnar okkar. Efnið er allt aðgengilegt í albúmum, vel uppsett og merkt. Að gefnu tilefni vil ég nefna að það er ekki allt mér að þakka.....

Myndina hér fyrir neðan tók ég fyrir nokkrum árum. Henni er einfaldlega ætlað að sýna að með mátulegri bjartsýni er ekkert ómögulegt.

Stay tuned, eins og þeir segja í útlandinu og gæti sem best þýtt: "Verið stillt"


Flettingar í dag: 297
Gestir í dag: 130
Flettingar í gær: 142
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 135264
Samtals gestir: 27952
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 16:45:28


Tenglar