......kannski er enginn tilgangur í að setja færslur hingað inn þegar bæði einstakar myndir og heilu albúmin týnast og hverfa. Það vantar hausmyndina og nokkrar þeirra sem settar voru inn fyrir jólin, eins og sjá má hér neðar. Ég hef ekkert gert sem gæti orsakað þessi hvörf, ekkert verið að breyta neinu eða gert neitt öðruvísi en vanalega.
Ég bara skil þetta ekki!
Blogcentralkerfið var orðið ónýtt vegna áhugaleysis stjórnendanna sem sinntu lítið sífelldum bilunum og vandræðum sem upp komu. Vísisbloggið var eilíft vandamál vegna myndavistunar (auk þess að vera í sömu höndum og -blog.central-). Ég hélt því að ég hefði leyst öll vandamál með því að kaupa mér aðgang að kerfi sem flestir mér kunnugir notðu með ágætum árangri, að því er virtist. Að vísu varð ég var við hnökra hér líka en það virtist þó vera áhugi fyrir að halda síðunni í lagi og notendum ánægðum.
Hvers vegna þetta á ekki við mitt blogg líka veit ég ekki. Ég veit það eitt að það er mikil vinna að setja inn myndskreytta pistla og ég hef hreinlega ekki tíma til að setja sömu pistlana og sömu myndirnar inn mörgum sinnum. Ég bendi á pistil frá maí í vor með titlinum "Í fylgd með fullorðnum" sem dæmi um ónýta vinnu, þar sem allar myndir pistilsins eru horfnar, þrátt fyrir að vera enn til á tölvunni minni.
Gleðilegt ár.