Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


17.11.2012 08:23

Vetur: "ON"

Nú er ég á því að veturinn sé kominn. Ég hef reynt að vera bjartsýnn og jákvæður, talið mér trú um að enn væru þokkalegir dagar framundan og enn væri von um að ná sjóferð á Stakkanesinu. Ég verð víst að játa mig sigraðan.

Hinn reykvíski vetur er mættur með vindgjóstur, napran kulda, snjó í rennusteinum, svarta hálku og allt annað sem vetri fylgir. Ég hafði vonast eftir þokkalegu veðri nú um helgina en þegar allar spár bentu til annars var Stakkanesið tekið á land og vetrarbúið. Það er nú komið á sama stað og í fyrravetur, gnæfir yfir flest annað á Höfðanum og hefur útsýni til hafs - en þó í nær algeru skjóli fyrir öllum veðrum.

Klukkan er rétt rúmlega hálfníu og ég er að leggja af stað austur fyrir fjall á ferðadrekanum. Hann átti að fá sína huggun heimavið í vetur en það er nokkuð ljóst að hans tími kemur ekki fyrr en undir vor. Fyrirliggjandi verkefni ganga fyrir - eða þannig......

Það er svartamyrkur, kalt og ekki tilhlökkunarefni að aka austur núna, en samt - ég er farinn...............
Flettingar í dag: 532
Gestir í dag: 217
Flettingar í gær: 1205
Gestir í gær: 620
Samtals flettingar: 139373
Samtals gestir: 29414
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 18:13:26


Tenglar