Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


16.10.2012 08:36

Óværur

Rétt þegar ég sjálfur er nýstiginn upp úr svæsinni flensu virðist óværan hafa hlaupið í tölvuna mína. Eitthvað hefur allavega gerst þegar ég var að lesa "stórfrétt" á einhverri erlendri "fréttasíðu" um andlát leikarans  Eddie Murphy í snjóbrettaslysi um helgina. Þar stóð að fréttirnar væru glænýjar, slysið hefði rétt verið að gerast og boðið uppá nánast beina útsendingu með því að smella á "Get the latest uppdate". Mig langaði að lesa meira um málið og um leið og ég smellti á get the latest update var skaðinn skeður. "Fréttin" var auðvitað kjaftæði, Eddie Murphy er sprelllifandi en það sama er ekki hægt að segja um fartölvuna mína. Nú verð ég að leita til læknis með hana og á meðan er fátt til bjargar annað en vinnutölvan. Að vísu á ég gömlu heimilistölvuna í geymslunni, en hún tekur uppsett álíka pláss og skuttogari og það pláss á ég ekki til. 

......og þó.......

Flettingar í dag: 297
Gestir í dag: 130
Flettingar í gær: 142
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 135264
Samtals gestir: 27952
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 16:45:28


Tenglar