Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


05.05.2016 09:03

Hokinsdalur (fært af facebook)






Í gær nefndi ég myndir af býlinu í Hokinsdal vestra, sem mögulegar "áttundadagsmyndir" í sjö daga syrpu. Þær koma hér að neðan. Myndirnar eru að vísu orðnar rúmlega tuttugu ára gamlar og ég veit ekki um ástand hússins í dag - ef það þá stendur enn. Mér skilst að ábúandinn á Laugabóli norðan ness hafi keypt þessa jörð fyrir nokkrum árum, væntanlega til einhvers konar nytja en meira veit ég ekki. Við félagi minn gerðum ferð þarna úteftir haustið ´94, skoðuðum okkur um og tókum myndir. Vegurinn út nesið var sæmilegur en inn Hokinsdal var hann hreinasta torfæra, bæði vegna úrrennslis og vegna aurskriðu sem fallið hafði á hann löngu áður.

Ég skrifaði ferðasöguna í nokkuð ýtarlegu máli fyrir mörgum árum. Hún mun vera til í einhverjum afkima netsins, þarsem 365Miðlum tókst ekki að farga henni með öllu því efni sem týndist þegar þeir fyrirvaralítið lokuðu tveimur bloggkerfum. Það var illa gert og skömmin lifir.....






Þar kom m.a. fram það sem ég nefndi ekki í gær, að þunni gatkletturinn fremst á Langanesi var kallaður Selamannagatklettur, og gatið sjálft í honum Selamannagat. Líkast til var það komið til af því að veiðimenn gátu legið í skjóli innan við gatið og skotið sel út um það. Þetta er þó aðeins mín ágiskun, byggð á nafninu einu.... Hokinsdalur fór í eyði ´78-´79, síðast bjó þar Hallveig dóttir Sigríðar á Lokinhömrum með manni sínum , eins og fram kemur í Stiklum Ómars Ragnarssonar.

Flettingar í dag: 34
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 171
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 63555
Samtals gestir: 16528
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 07:37:44


Tenglar