Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


23.05.2015 19:19

Allt gekk upp.....


.....og Stakkanesið sigldi að bryggju rétt um áttaleytið í gærkvöldi. Klukkan níu tólf var ég búinn að ganga frá vagni og öllu og kominn í heita pottinn í sundlauginni. Klukkan tíu var komin ausandi rigning og slæm spá fyrir nóttina svo ég fór og gekk enn betur frá vagninum og litla landbátnum. Klukkan ellefu var ég kominn undir feld enda gjörsamlega útbrunninn eftir sextán tíma vinnudaga alla vikuna. Klukkan hálfátta í morgun var ég svo á fótum og hálftíu lagður af stað til Reykjavíkur aftur í stúdentsútskrift og veislu hjá yngri dótturinni. Sú eldri útskrifaðist út leiðsögumannsnámi á miðvikudaginn var svo það var eiginlega tvöföld veisla. Nú klukkan hálfátta á laugardagskvöldi er veislunni lokið og leiðin liggur að nýju upp í Hólm.

Ég var að kíkja á vefmyndavélina í Hólminum og sá að Stakkanesið er enn á floti. Það má nefnilega sjá það  - ef maður veit hvar það liggur því það er svo lítið að líkist helst títuprjónshaus!


Farinn!

Flettingar í dag: 41
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 92
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 64304
Samtals gestir: 16674
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 04:22:02


Tenglar