Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


22.05.2015 08:06

Nokkrir dagar án Bassa.



Líkt og í síðustu færslu er ég enn á leið í Hólminn. Það er föstudagsmorgunn og fyrir liggur að taka saman það sem þarf til að sjósetja Stakkanesið. Háflóð í Hólminum í kvöld er kl. 22 eða þar um bil og þar sem aðeins eru liðnir þrír eða fjórir dagar eftir stórstreymi get ég fleytt talsvert fyrir háflóð. Því má gera ráð fyrir að upp úr kvöldmat verði búið að binda við bryggju og ég kominn í heita pottinn. (Sundlaugin er opin til kl. 22 á virkum dögum)

 

Flest er tilbúið og annað er í dyragættinni. Bassi er farinn í heimsókn til sinna gömlu "foreldra" í Hafnarfirði og varð jafn ofsaglaður og vanalega við endurfundina. Hann má því miður ekki gista í leiguhúsi stéttarfélagsins míns í Stykkishólmi og því hefur eiginlega skapast sú regla að þegar ég leigi húsið fer Bassi í Hafnarfjörðinn. Það er ómetanlegt að eiga slíkt fólk að.....

 

Ef einhverjir skyldu rekast inn á vefmyndavélina í Stykkishólmi um áttaleytið í kvöld má kannski sjá Stakkanesið sigla í höfn. Slóðin er HÉR

 

Svo er bara alltaf gaman að skoða vefmyndavélina í Hólminum, sama hvort Stakkanesið siglir um eða ekki.

Gott í bili.

Flettingar í dag: 48
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 115
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 59250
Samtals gestir: 15667
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 09:40:46


Tenglar