Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


21.03.2014 08:45

Örstutt á föstudagsmorgni.


 Á AIS- kerfinu sé ég að Vestmannaeyjatogarinn Jón Vídalín var að leggjast að bryggju í heimahöfn fyrir nokkrum mínútum. Þá styttist í að félagi vélstjóri komi heim með sögur úr rallinu. Þeir á J.V. hafa nefnilega tekið þátt í Hafrórallinu undanfarnar vikur og mér skilst að sitthvað hafi gengið á. Þrátt fyrir slæma bilun í spili sem lagfærð var austur á Eskifirði, þá er seigt í þessum gömlu Japanstogurum........alveg lygilega seigt.

Í gærkvöldi komst ég yfir bunka af myndum frá árinu 1994,  teknar við ýmis tækifæri. Þær eru misgóðar en inn á milli eru þónokkrar eigulegar sem ég hreinlega man ekki eftir að hafa tekið. Nú  þarf að ræsa skannann.....

Ég er enn að kljást við "Sjö strauma siglinguna" sem minnst var á síðast. Þegar mér tekst að koma henni frá mér á mannsæmandi hátt mun hún birtast sem ein löng færsla og ætli menn að lesa alla ferðina með myndum í einu er eins gott að hafa nóg kaffi og meððí við hendina - svo er kort af Hvammsfjarðareyjum Breiðafjarðar eiginlega nauðsyn líka.

Hér við Höfðaborg er bjart, dálítið kalt og vindgjóla. Inni er hlýtt eins og venjulega.....

Gott í bili, lífið bíður....... 

Flettingar í dag: 52
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 171
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 63573
Samtals gestir: 16532
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 09:30:39


Tenglar