Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


29.08.2013 19:16

Tíu ára!

Í gær, 28. ágúst varð síðan mín tíu ára. Eða þannig......

Nefnilega ekki þessi síða, því eins og stendur efst til vinstri í síðuhausnum er þetta fjórða kerfið sem ég nota frá upphafi. Hins vegar eru tenglar á hin þrjú fyrri í tenglaröðinni hægra megin. Fyrsta kerfið er dálítið ruglingslegt, en þó má átta sig á því með hjálp dagatalsins sem birtist lengst til hægri á þeirri síðu. Þar eru mánuðir og ár flokkuð niður.

Svo má ég til að nefna eitt: Fyrir langa löngu skrifaði ég sögu eftir minni - eða út úr minninu - þar sem ég fór yfir sögu fyrstu trillukaupanna minna, sem raunar urðu líka þau önnur og þriðju, svo oft keypti ég sama bátinn. Nokkru síðar eyddi ég góðum helmingi sögunnar í einhverjum lagfæringafimleikum og ætlaði alltaf að skrifa þann hluta upp á nýtt. Þegar ég svo reyndi  kom á daginn að ég hafði einhverra hluta vegna eins og þurrkað út úr minninu veigamikla hluta sögunnar. Ég þurfti að hafa verulega fyrir því að rifja upp og var ekki almennilega búinn að raða brotunum saman í rétta tímaröð. Svo leið og beið og sagan hálfgleymdist. Mér þótti hálf súrt í broti að tapa henni, svona upp á seinni tímann en fékk ekki að gert. Núna fyrir nokkrum dögum, þegar ég sat við tölvuna og drap tímann með því að renna yfir gömul skrif, fann ég þessa trillusögu í heilu lagi í fyrsta kerfinu. Ég hafði þá skrifað hana í kerfi nr. tvö en flutt í heilu til öryggis og vistað á gamla (fyrsta) kerfinu, svona sem "bakköpp" - og þar lá hún og liggur enn, óskemmd með öllu.

Ég læt hana flakka einhvern tíma fljótlega............

Flettingar í dag: 68
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 171
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 63589
Samtals gestir: 16536
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 14:18:18


Tenglar