Gunnar Th.
Fjórða kerfið.....


22.11.2011 19:46

Hundur heiðurs og sóma!

Prins Edilon Bassi Elínarson (áður Eyjólfsson) Breiðfjörð Thorsteinsson, flottasti, besti og skemmtilegasti hundur undir sólinni er sex ára í dag. Hann hlaut sitt hvolpauppeldi í Hafnarfirði og býr að því enn. Þrátt fyrir að ég geri allt öfugt sem hægt er að gera öfugt í sambandi við aga og góðar hundavenjur, þá bjargar Elín Huld því sem bjargað verður í þeim efnum og kemur í veg fyrir að Bassi verði alveg stjórnlaus.

Bassi er allt í senn, ferðahundur, sjóhundur, félagsvera og hvers manns hugljúfi sem honum kynnist. Hann hefur brætt hörðustu hundaandstæðingahjörtu, heimsótt heimili þar sem hundur hefur aldrei mátt stíga fæti inn fyrir dyr og heimsótt vinnustaði þar sem hundar hafa aldrei verið æskilegir - og allsstaðar haft sigur og verið tekinn í sátt.

Meira að segja kisi gamli, sem ekki kallar allt ömmu sína og þolir yfirleitt engum neitt, amast ekki við Bassa - og hefur aldrei gert það frá fyrstu kynnum! Það segir sína sögu um það hvert gæðablóð Bassi er, og hve "góðhundskan" skín af honum.

Hér fyrir neðan birtast nokkrar myndir af besta hundi í heimi, til viðbótar við þær sem birtust enn neðar af honum á vikurkömbunum við Snæfellsjökul:












Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 171
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 63536
Samtals gestir: 16524
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 02:01:06


Tenglar